Sakar formann VR um óheiðarleg vinnubrögð

Kristinn Örn Jóhannesson.
Kristinn Örn Jóhannesson.

Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, sakar formann VR og trúnaðarmenn um að hafa viðhaft óheiðarleg vinnubrögð.

Kristinn Örn hefur sent frá sér fréttatilkynningu, sem er eftirfarandi:

„Í ljósi villandi framsettra fréttatilkynninga frá trúnaðarráði VR vil ég að eftirfarandi komi fram:

Að morgni 12. febrúar skilaði Kristinn Örn Jóhannesson, sem býður sig fram til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2009-2011, fullnægjandi gögnum ásamt ósk um allsherjarkosningar. Kjörstjórn VR staðfesti svo lögmæti framboðsins skömmu eftir hádegi þann sama dag er framboðsfrestur var útrunninn.

Ég harma þau vinnubrögð formanns VR og trúnaðarmanna að senda frá sér upplýsingar um „gölluð" mótframboð gegn listum samþykktum á Nýársfundi með þeim hætti að illgreinanlegt, ef ekki ómögulegt að greina um hvaða framboð er að ræða. 

Sem fyrr segir hafa engar athugasemdir verið gerðar við lögmæti míns frjálsa framboðs til formanns VR. Svo virðist sem tilkynningar VR séu viljandi settar fram með þeim hætti að þær kasti rýrð á öll framboð sem fram hafa komið. Eru slík vinnubrögð í senn ódrengileg, óheiðarleg og þeim sem að standa til mikillar minnkunar. Hvaða heilindi standa að baki slíkum vinnubrögðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert