Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir að þær tölur sem nefndar voru á Alþingi í vikunni um flutningskostnað á 82 tonnum af frystum hvalaafurðum með flugi til Japans séu fráleitar og úr öllu samhengi við raunveruleikann. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.
Fram kemur að varaþingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason, hafi haldið því fram í fyrirspurn sinni að flutningskostnaðurinn hefði numið 112 milljónum króna en að tekjur af frystu hvalaafurðunum verið 94 milljónir króna.
Kristján segir flutningskostnaðinn aðeins brot af þessari tölu.