Segir tölur um flutningskostnað á frystum hvalaafurðum fráleitar

mbl.is/ÞÖK

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., seg­ir að þær töl­ur sem nefnd­ar voru á Alþingi í vik­unni um flutn­ings­kostnað á 82 tonn­um af fryst­um hvala­af­urðum með flugi til Jap­ans séu frá­leit­ar og úr öllu sam­hengi við raun­veru­leik­ann. Þetta kem­ur fram á vef LÍÚ.

Fram kem­ur að varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Mörður Árna­son, hafi haldið því fram í fyr­ir­spurn sinni að flutn­ings­kostnaður­inn hefði numið 112 millj­ón­um króna en að tekj­ur af frystu hvala­af­urðunum verið 94 millj­ón­ir króna.

Kristján seg­ir flutn­ings­kostnaðinn aðeins brot af þess­ari tölu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert