„Staðan - Stefnan - Framtíðin“ rædd á opnum borgarafundi

Nokkrir opnir borgarafundir hafa þegar verið haldnir í Háskólabíói.
Nokkrir opnir borgarafundir hafa þegar verið haldnir í Háskólabíói. mbl.is/Árni Sæberg

Annað kvöld verður haldinn opinn borgarafundur í Háskólabíói undir yfirskriftinni: „Staðan - Stefnan - Framtíðin“. Frummælendur verða Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur, Andrés Magnússon geðlæknir og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi. Fundurinn hefst kl. 20.

Auk frummælendanna hefur ríkisstjórn Íslands og formönnum þeirra þingflokka, sem ekki eiga aðild að ríkisstjórn, verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.

Öllum þingmönnum hefur einnig verið sérstaklega boðið.

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.

Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo fundargestir eru hvattir til að vera vel undirbúnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert