Una niðurstöðu kjörstjórnar VR

Fundur trúnaðarráðs VR, sem var haldinn í dag, unir niðurstöðu kjörstjórnar VR að veita mótframboði frest til hádegis á þriðjudag  til að leiðrétta verulega ágalla, sem komu í ljós á framboðinu.  Með þessu telur fundurinn að verið sé að öðru sinni að ganga eins langt og mögulegt er  í að koma til móts við mótframboðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá trúnaðarráði VR.

Kjörstjórn VR hefur fjallað um álitaefni sem komu upp vegna framlagningar lista 4 stjórnarmanna og 82 trúnaðarráðsmanna við kjör til trúnaðarstarfa hjá VR 2009, sem borinn er fram af Ástu Rut Jónasdóttur o.fl.

Niðurstaða kjörstjórnar er eftirfarandi:

„Framboðinu er gefinn frestur til kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 17. febrúar til að lagfæra þá ágalla sem á framboðinu eru. Það felur í sér að fyrir þann tíma verði lagður fram fullgildur framboðslisti með 4 kjörgengum frambjóðendum til stjórnar, 82 kjörgengum frambjóðendum til trúnaðarráðs, sem samtals 300 meðmælendur samþykkja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert