Aukin nýliðun kennara samfara háskólanámi

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Ómar

Margt bendir til þess að kennaramenntun á háskólastigi tryggi bæði aukna nýliðun í kennarastétt og hærra hlutfall þeirra sem ljúka kennaranámi. Þetta kemur í ljós í nýrri könnun frá Norrænu ráðherranefndinni, sem hefur í fyrsta sinn borið saman kennaramenntun á Norðurlöndum.

Íslendingar eru einmitt nú að breyta í þann veg sem mælt er með.
Árið 2011 verður kennaramenntun á Íslandi breytt úr þriggja ára námi (bachelor) í meistaranám.

Finnland er eina landið á Norðurlöndum sem ekki á við vandamál að stríða við nýliðun og menntun nýrra kennara. Jafnframt er lengst hefð í Finnlandi fyrir akademískri kennaramenntun og hæsta menntunarstigið meðal kennaranema, að því er segir í tilkynningu.

Nýliðun kennaranema hefur dregist langmest saman á Íslandi af Norðurlöndunum, en umsækjendum fækkaði um 45% á tímabilinu 2003-2007. Danmörk kemur næst í röðinni, en þar fækkaði umsækjendum um 36% á sama tímabili.

Jafnframt reiknast brottfall úr kennaranámi á Íslandi um 20%, en í Danmörku þar sem kennaranám er ekki akademískt nám er brottfallið 35%.

Ýmislegt bendir til þess að áhugi á kennaramenntun aukist og gæði kennslunnar jafnframt þegar námið byggir á akademískum grunni.

Árangur Finnlands í svonefndum PISA-rannsóknum, sem mæla árangur nemenda í skólum, er til að mynda jafnan betri en annarra Norðurlanda.

„Allir kennarar á Íslandi eiga að hafa meistaragráðu frá árinu 2011 og við teljum að það muni auka gæði svo um munar“, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra.

„Það er hlutverk okkar sem stjórnmálamanna að tryggja gæði menntunar barna okkar og breyting á kennaranámi er lykilinn að því.“

Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar er þó ekki sýnt fram á að beint samband sé á milli gæða kennaramenntunar og árangri nemenda í skólum.

Námsmatsstofnunin í Danmörku og Kennaraháskóli Danmerkur – Árósaháskóli, sem gerðu skýrsluna hvetja því til frekari rannsókna, sem geta skýrt þann mun sem kemur fram í skýrslunni á stöðu kennaramála á Norðurlöndunum, og sem myndu stuðla að bættri kennaramenntun á Norðurlöndum.


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka