Hitafundur um kjarasamninga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, fyrir fundinn á Grand hóteli í dag. mbl.is/Ómar

For­menn aðild­ar­fé­laga Alþýðusam­bands Íslands sitja nú á fundi og ræða hug­mynd miðstjórn­ar og for­seta ASÍ um að fresta end­ur­skoðun kjara­samn­inga og þeim launa­hækk­un­um til fé­lags­manna á hinum al­menna vinnu­markaði sem eiga að koma til 1. mars nk. Formanna­fund­ur hef­ur staðið síðan um há­degi á Grand hót­eli.

Mik­ill hiti er í fund­ar­mönn­um en fjöl­mörg fé­lög inn­an Starfs­greina­sam­bands Íslands höfðu hafnað hug­mynd um frest­un launa­hækk­ana. Tíðindamaður mbl.is á fund­in­um sagði fyr­ir stundu að eitt­hvað lend­ing næðist von bráðar í mál­inu en vildi ekki upp­lýsa í hverju sú lend­ing fæl­ist.

Aðal­steinn Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un að hann sæi ekki hvernig verka­lýðsfor­ingj­ar gætu tekið um það ákvörðun að fresta end­ur­skoðun og hækk­un á launalið samn­ing­anna. Launa­fólkið í land­inu hefði í fyrra greitt at­kvæði um samn­ing­ana út frá gefn­um for­send­um og það væri þá eðli­legt að ákvörðun sem þessi yrði tek­in af launa­fólk­inu sjálfu, það færi fram alls­herj­ar­at­kvæðagreiðsla.

Sam­kvæmt gild­andi samn­ing­um eiga laun að hækka um 3,5% frá og með 1. mars hjá þeim sem ekki hafa notið launa­skriðs eða sér­stakra hækk­ana síðustu 12 mánuði. Lægstu laun eiga að hækka sér­stak­lega, taxt­ar verka­fólks um 13.500 krón­ur og taxt­ar iðnaðarmanna um 17.500 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert