Lyfjakostnaður jókst um 32%

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga nam 9287 milljónum króna árið 2008 og jókst um 2233 milljónir eða 32% frá fyrra ári. Tryggingastofnun ríkisins segir, að helsta ástæðan fyrir þessari aukningu sé fall íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum en verð stærsta hluta lyfja er skráð í erlendri mynt.

Tryggingastofnun segir, að kostnaður hafi aukist mest vegna lyfja við sársjúkdómi og maga- og vélindisbakflæði, eða um 203 milljónir króna. Kostnaður vegna magalyfsins Nexium nam 554 milljónum árið 2008 sem er aukning um 129 milljónir frá fyrra ári. Kostnaður hefur einnig aukist mjög vegna lyfja í flokki tauga- og geðlyfja s.s. flogaveikilyfja, þunglyndislyfja, lyfja við ofvirkni og geðrofslyfja.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, kynnti í gær nýja reglugerð sem miðar að því að lækka lyfjakostnað ríkisins um einn milljarð á ársgrundvelli. 

Skýrsla lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka