Bankastjórar Seðlabanka Íslands hafa verið boðaðir á fund viðskiptanefndar Alþingis, sem hefst kl. 8:30 í fyrramálið og stendur til kl. 10. Þar verður rætt um bankann, skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd.
Gunnar Svavarsson, varaformaður viðskiptanefndar, segir að bankastjórarnir muni fá tækifæri til að tjá sig um nýtt lagafrumvarp um Seðlabanka Íslands og umsögn seðlabankans, sem barst nefndinni í dag.
Ingimundur Friðriksson, sem hefur látið af störfum í bankanum, mun mæta kl. 8:30, en þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason mæta á fund nefndarinnar kl. 9.