Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á Alþingi.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á Alþingi. mbl.is/Golli

Forsætisráðuneytið segir að misskilnings gæti í túlkun Geir H. Haarde á samskiptum ráðuneytisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), sem gerð voru að umtalsefni á Alþingi og í fjölmiðlum í dag. AGS hafi staðfest fullyrðingar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

„Ef farið er yfir þessi samskipti virðist ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vísar í tölvupósti sínum til Geirs H. Haarde, dags. 12. febrúar sl., til endanlegrar umsagnar sjóðsins til forsætisráðuneytisins, sem birt var á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann sama dag, þ.e. 12. febrúar sl. Þetta hefur nú fengist staðfest í símtali við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ segir í tilkyninngu frá ráðuneytinu.

„Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur hins vegar bent á að í fyrri ábendingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var margítrekað að um þær gilti trúnaður, eins og skýrt kemur fram í tölvupóstsamskiptum forsætisráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú hafa verið birt opinberlega,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka