Yfir 15 þúsund á atvinnuleysisskrá

Verslunarhúsnæði stendur víða autt í höfuðborginni en alls eru 15.199 …
Verslunarhúsnæði stendur víða autt í höfuðborginni en alls eru 15.199 skráðir á atvinnuleysisskrá mbl.is/Kristinn

Alls eru 15.199 skráðir á atvinnuleysisskrá á vef Vinnumálastofnunar, 9.645 karlar og 5.554 konur. Hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru í hlutastörfum en aldrei áður hafa jafn margir verið skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar. Á höfuðborgarsvæðinu eru 9.868 skráðir á atvinnuleysisskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert