Afpanta rannsóknir og aðgerðir lækna

Komum á heilsugæslu hefur fækkað í kjölfar hrunsins
Komum á heilsugæslu hefur fækkað í kjölfar hrunsins mbl.is/Brynjar Gauti

Læknar finna eins og aðrir fyrir því að fólk hefur minna fé á milli handanna. Komum í heilsugæsluna hefur fækkað í kjölfar bankahrunsins og sjúklingar afpanta rannsóknir og aðgerðir.

Sjúklingar hafa afpantað bókaða tíma í röntgenmyndatökur, að því er Birna Jónsdóttir, röntgenlæknir hjá Röntgen Domus, segir. Komum einstaklinga hafi fækkað á milli ára.

Stefán E. Matthíasson, sem á sæti í nefnd sjálfstætt starfandi lækna sem sér um samninga við Sjúkratryggingar, segir ljóst að fólk sé að draga það að fara í aðgerðir sem má fresta. „Maður heyrir út undan sér að fólk hefur ekki peninga á milli handanna. Sumir eru atvinnulausir og aðrir eru hræddir við að taka sér frí frá vinnu. Þeim finnst ástandið svo ótryggt.“

Stefán starfaði í Svíþjóð þegar bankahrunið varð þar og hann segir hið sama hafa gerst í heilbrigðisþjónustunni þar eftir hrunið og það sem er að gerast hér nú. Aðsókn að heilbrigðisþjónustunni hafi almennt minnkað fyrsta hálfa árið á eftir.

Lífið heldur þó áfram hjá þeim sem kannski hafa ekki orðið varir við mikla breytingu, að því er Ottó Guðjónsson lýtalæknir greinir frá. Ottó segir þó greinilegt að á móti blási. „Fólk hagar seglum eftir vindi. En samt er ótrúlega mikið að gera í þessu árferði,“ segir Ottó.

Þórður Ólafsson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti, segir það tilfinningu sína að eftir hrunið í haust hafi aðsóknin minnkað. Hún sé þó að færast aftur í sama horf. Nú séu áberandi tilfelli sem tengjast kreppunni.

Bæklunarlæknar hafa einnig orðið varir við að sjúklingar hafi ekki efni á að fara í aðgerð, að því er Sveinbjörn Brandsson, bæklunarlæknir í Orkuhúsinu, greinir frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert