Birgir fær ekki gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur hafnað form­lega ósk Birg­is Ármanns­son­ar, alþing­is­manns, um að fá aðgang að upp­haf­leg­um at­huga­semd­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um seðlabankafrum­varp for­sæt­is­ráðherra.  Birg­ir hyggst vísa mál­inu til úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Birg­ir seg­ir, að synj­un­in sé byggð á und­anþágu­ákvæði upp­lýs­ingalaga, sem heim­il­ar tak­mark­an­ir á aðgangi að  upp­lýs­ing­um um sam­skipti við fjölþjóðleg­ar stofn­an­ir þegar mik­il­væg­ir al­manna­hags­mun­ir krefj­ist.

Birg­ir seg­ist ekki geta fall­ist á, að þetta und­anþágu­ákvæði eigi við um þessi gögn þar sem ekki verði séð að mik­il­væg­ir al­manna­hags­mun­ir krefj­ist þess að þeim sé haldið leynd­um.  Seg­ist Birg­ir ætla að  bera synj­un for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins und­ir úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál. Seg­ist hann telja mik­il­vægt að fá úr því skorið hið fyrsta hvort það mat ráðuneyt­is­ins, sem fram komi í svari þess, bygg­ist á lög­mæt­um for­send­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert