Ekkert drama í viðskiptanefnd

Bankastjórar Seðlabankans gerðu grein fyrir áliti sínu á frumvarpi um Seðlabankann á fundi viðskiptanefndar Alþingis  í morgun. Fyrstur sat Ingimundur Friðriksson á fundi með nefndinni í rúman hálftima, síðan gengu Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason á fund nefndarinnar og dvöldu þar í rúman klukkutíma.  

Davíð Oddsson sagðist að fundi loknum ekki ætla að tjá sig frekar um frumvarpið í bili og svaraði því ekki hvort hann væri á leið úr Seðlabankanum. Hann var spurður hvernig hann hefði farið að í sporum Jóhönnu Sigurðardóttur og svaraði því til að hann ætlaði ekki að setja henni leikreglur.

Ljóst er af yfirgripsmiklu áliti bankastjóranna  á frumvarpi um Seðlabanka að þeir eru mjög ósáttir. Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar segir að fundurinn hafi ekki verið neitt drama, heldur ákaflega vinsamlegur og faglegur. Allar efnislegar athugasemdir við frumvarpið sjálft verði teknar til greina en um aðdraganda þess verði menn hinsvegar að ræða við framkvæmdavaldið.

 Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert