Aðild að Evrópusambandinu er lykilatriði ef leysa á efnahagsvandann til framtíðar, segir Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sakaði sjálfstæðismenn við upphaf þingfundar í dag um að hlaupast undan umræðunni og hugsa bara um að verja strákana sína í kerfinu.
Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar bætti um betur og sagði vörumerki Sjálfstæðisflokksins að tefja, bíða, drolla og hangsa.
Sjálfstæðismenn hlupu hratt í vörnina og bentu á að núverandi ríkisstjórn hefði þessi mál ekki beinlínis á stefnuskránni. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að Samfylkingunni væri nær að spyrja ráðherra VG um þeirra afstöðu, þeir væru jú, í ríkisstjórn en ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Sjá MBL sjónvarp.