Hart deilt á stjórnarandstöðu

00:00
00:00

Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er lyk­il­atriði ef leysa á efna­hags­vand­ann til framtíðar, seg­ir Katrín Júlí­us­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem sakaði sjálf­stæðis­menn við upp­haf þing­fund­ar í dag um að  hlaup­ast und­an umræðunni og hugsa bara um að verja strák­ana sína í kerf­inu.

Árni Páll Árna­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar bætti um bet­ur og sagði vörumerki Sjálf­stæðis­flokks­ins að tefja, bíða, drolla og hangsa.

Sjálf­stæðis­menn hlupu hratt í vörn­ina og bentu á að nú­ver­andi rík­is­stjórn hefði þessi mál ekki bein­lín­is á stefnu­skránni. Sig­urður Kári Kristjáns­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði að Sam­fylk­ing­unni væri nær að spyrja ráðherra VG  um þeirra af­stöðu, þeir væru jú, í rík­is­stjórn en ekki Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Sjá MBL sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert