Kröfur fyrnast á tveimur árum

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundinum í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Ómar

Frum­vörp til breyt­inga á lög­um um nauðung­ar­sölu, gjaldþrot og aðfar­araðgerðir verða lögð fyr­ir Alþingi í dag eða morg­un, að því er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra greindi frá á blaðamanna­fundi í há­deg­inu í dag. Meðal boðaðra breyt­inga er að kröf­ur á gjaldþrota ein­stak­linga fyrn­ast á tveim­ur árum í stað 10, nauðung­ar­söl­um á hús­eign­um verður frestað um sex mánuði þannig að þær geta í fyrsta lagi farið fram í ág­úst og að þeir sem missa hús sín vegna nauðung­ar­sölu geta búið þar í eitt ár frá því sal­an fer fram.

Á blaðamanna­fund­in­um með Jó­hönnu og Stein­grími J. Sig­fús­syni var jafn­framt sagt frá nýju frum­varpi um fyr­ir­fram­greiðslu á sér­eigna­líf­eyr­is­sparnaði. Sam­kvæmt því geta spari­fjár­eig­end­ur tekið út að há­marki eina millj­ón fyr­ir­fram sem greiðist út á níu mánaða tíma­bili hið mesta. Stein­grím­ur sagði að þetta fé yrði fólki til frjálsr­ar ráðstöf­un­ar en ekki bundið við að greiða niður skuld­ir eins og eldra frum­varp kvað á um.  Fyr­ir­fram­greiðslur úr sér­eigna­sjóðum munu ekki skerða rétt­indi til at­vinnu­leys­is­bóta eða annarra bóta úr al­manna­trygg­inga­kerf­inu.

Jó­hanna sagði að stefnt væri að því að öll mál sem rík­is­stjórn­in vildi að yrðu samþykkt fyr­ir þingrof yrðu kom­in fram á Alþingi inn­an 10-14 daga. Meðal þeirra mála sem verið væri að vinna að væri hvernig bregðast ætti við vanda „mynt­körfu­fólks­ins og verðtrygg­inga­fólks­ins“ sem verst stæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert