Óskuðu upplýsinga um árekstur kjarnorkukafbáta

Íslenska utanríkisráðuneytið kallaði sendifulltrúa Frakklands og Bretlands á sinn fund í dag til að fá upplýsingar um það þegar tveir kjarnorkukafbátar rákust saman í Atlantshafi fyrir um hálfum mánuði.

Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, var óskað eftir frekari upplýsingum um málið, og er þeirra nú beðið.

Kafbátarnir HMS Vanguard frá Bretlandi og Le Triomphant frá Frakklandi skemmdust mikið við áreksturinn sem varð í vondu sjóveðri.

Svo virðist sem að hvorug áhöfnin hafi séð til hins kafbátsins þrátt fyrir að báðir kafbátarnir séu búnir hljóðsjám

Franski kjarnorkukafbáturinn Le Triomphant.
Franski kjarnorkukafbáturinn Le Triomphant. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka