Ræða eftirlaunalögin

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

Fyrsta umræða er nú haf­in á Alþingi um frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um af­nám eft­ir­launa­lag­anna svo­kölluðu, um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráðherra, alþing­is­manna. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra mælti fyr­ir frum­varp­inu.

Pét­ur H. Blön­dal hef­ur tekið til máls í umræðunni og veitt andsvar við ræðu Stein­gríms. Kvaðst hann fylgj­andi frum­varp­inu en gerði nokkr­ar at­huga­semd­ir við efni þess.

Krist­inn H. Gunn­ars­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, sagði að launa­kjör þing­manna og ráðherra ættu að vera góð en ekki óhóf­leg. Ekki væri hægt að halda því fram að nú­ver­andi kjör þess­ara hópa væru óhóf­leg.  Og er rýra eigi kjör­in með því að skerða eft­ir­launa­rétt þing­manna, þá hlyti að þurfa að hækka laun­in.

Sagði Krist­inn, að kjör þing­manna hefðu verið skert með breyt­ing­um á eft­ir­launa­lög­um árið 2003 og aft­ur þegar lög­un­um var breytt í lok síðasta árs. Það gangi ekki að kjör þing­manna séu verri en emb­ætt­is­manna í ráðuneyt­um. Ekki mætti fara svo með starf þing­manns­ins, að það hætti að vera eft­ir­sókn­ar­vert vegna launa­kjara.

Stein­grím­ur sagðist ekki telja að það væri væn­leg leið til að auka sátt milli þings og þjóðar með því að hækka laun þing­manna. Eina leiðin væri að þingið aflaði sér virðing­ar með verk­um sín­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert