Ræða um auðlindir og hagsmunagæslu á N-Atlantshafi og Norðurskautinu

Thorvald Stoltenberg. Skýrsla hans verður rædd á fundinum.
Thorvald Stoltenberg. Skýrsla hans verður rædd á fundinum.

Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg standa að málstofu um
auðlindir og hagsmunagæslu á norðurslóðum í dag,  þriðjudaginn 17. febrúar í Skála (Yale) Hótel Sögu klukkan 17:00 til 19:00/19:30. Á 
fundinum verða flutt framsöguerindi sem fylgt verður eftir með 
pallborðsumræðum, spurningum og svörum.

Fram kemur í kynningu að mikil umræða fari nú fram um vaxandi skipaferðir á Norður- Atlantshafinu og auðlindanýtingar á heimskautssvæðinu í kjölfar þess   að íshellann er á undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Sjóflutningar á milli Evrópu og N-Ameríku aukist ár frá ári. Stöðugt fjölgi  
sumarferðum skemmtiferðaskipa um svæðið. Í augsýn séu flutningar  
milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins yfir sumarið þegar  
siglingaleiðir opnast þvert yfir heimskautið bæði austan og vestan  
megin Atlantsála.

Einnig segir að þessar breytingar sem varði hagsmuni Íslands um ókomna tíma og nauðsynlegt sé því fyrir þjóðina að fylgjast grannt með því sem 
þarna  gerist.

Frummælendur:
Stoltenberg-skýrslan og staða Íslands
Björn Bjarnason, fyrrv. dómsmálaráðherra og alþm.

Norræn samvinna - nýtt upphaf
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og alþm.

Hafís, umhverfisbreytingar og fjarkönnun á norðurslóðum
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Vákort af N-Atlantshafi - samhæfð viðbrögð við bráðamengun sjávar
Kristján Geirsson, deildarstjóri á sviði umhverfisgæða hjá
Umhverfisstofnun.

Pallborðsumræður – spurningar og svör

Ráðstefnustjóri: Stefán Einar Stefánsson, formaður Varðbergs.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert