Verkefni sem má vinna hvar sem er

Jóhann Sigurður Þórarinsson og Anna Ýr Sveinsdóttir vilja setjast að …
Jóhann Sigurður Þórarinsson og Anna Ýr Sveinsdóttir vilja setjast að í Vestmannaeyjum með börnin sín.

Jóhann Sigurður Þórarinsson, sem er að ljúka meistaranámi í tölvunarfræði í Svíþjóð, ætlar opna skrifstofuver í Vestmannaeyjum. Þar geta einyrkjar og fyrirtæki leigt skrifstofuaðstöðu ásamt aðgangi að kaffistofu, fundarherbergi og öflugu interneti.

Á vefnum eyjar.net er rætt við Jóhann Sigurð.  Hann segir að það hafi lengi verið draumur hans að flytja aftur til Vestmannaeyja með fjölskylduna. Nú þegar líður að lokum námsins ákváðu þau að láta slag standa og flytja til Eyja í sumar. Kona Jóhanns er Anna Ýr Sveinsdóttir. Hún er grunnskólakennari frá KHÍ. Þau eiga tvö börn, Þórarinn Sigurð og Karitas Guðrúnu.

Jóhann segir í viðtalinu að nú starfi einhverjir forritarar í Vestmannaeyjum fyrir fyrirtæki annars staðar á landinu. Hann kveðst vona að skrifstofuver hvetji til þess að fleiri störf á flytjist til Vestmannaeyja, enda megi vinna flest verkefni af þessu tagi hvar á landinu sem er.

Hugmyndin er að skrifstofuverið verði í 700 fermetra húsnæði Geisla á tveimur hæðum að Flötum 29. 

Fréttin á eyjar.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert