Greiðfært en hálka og hálkublettir

Þungatakmarkanir eru í gildi á mörgum vegum.
Þungatakmarkanir eru í gildi á mörgum vegum. mbl.is

Þun­ga­tak­mark­an­ir eru nú víða á veg­um á Vest­fjörðum, Vest­ur­landi, Suður­landi og Aust­fjörðum, að sögn Vega­gerðar­inn­ar. Vegna hættu á slit­lags­skemmd­um var viðauki 1 af­num­inn og ásþungi tak­markaður  við tíu tonn víða á veg­um á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi frá því í gær.  Viðauk­inn verður einnig af­num­inn gagn­vart veg­um á Suður­landi og á Aust­ur­landi í dag 17 fe­brú­ar kl. 08:00. Frek­ari upp­lýs­ing­ar eru í síma 1777.

Á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um eru hálku­blett­ir en veg­ir eru víðast hvar auðir á Suður­landi og einnig á Vest­ur­landi, að sögn Vega­gerðar­inn­ar. Á Vest­fjörðum eru sums staðar hálku­blett­ir. Á Norður­landi  er hálka og hálku­blett­ir. Snjóþekja er á Öxna­dals­heiði.  Aust­ur­landi er hálka eða hálku­blett­ir. Flug­hálka er á Möðru­dals­ör­æf­um.  Suðaust­ur­landi er greiðfært.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert