Greiðfært en hálka og hálkublettir

Þungatakmarkanir eru í gildi á mörgum vegum.
Þungatakmarkanir eru í gildi á mörgum vegum. mbl.is

Þungatakmarkanir eru nú víða á vegum á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og Austfjörðum, að sögn Vegagerðarinnar. Vegna hættu á slitlagsskemmdum var viðauki 1 afnuminn og ásþungi takmarkaður  við tíu tonn víða á vegum á Vestfjörðum og Vesturlandi frá því í gær.  Viðaukinn verður einnig afnuminn gagnvart vegum á Suðurlandi og á Austurlandi í dag 17 febrúar kl. 08:00. Frekari upplýsingar eru í síma 1777.

Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir en vegir eru víðast hvar auðir á Suðurlandi og einnig á Vesturlandi, að sögn Vegagerðarinnar. Á Vestfjörðum eru sums staðar hálkublettir. Á Norðurlandi  er hálka og hálkublettir. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.  Austurlandi er hálka eða hálkublettir. Flughálka er á Möðrudalsöræfum.  Suðausturlandi er greiðfært.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert