Vill Ísland í Evrópusambandið

Bilyana Ilieva Raeva.
Bilyana Ilieva Raeva.

Formaður Íslands­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins seg­ist í grein á frétta­vef þings­ins, styðja heils­hug­ar aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, ákveði Íslend­ing­ar að sækja um. Seg­ir formaður­inn m.a. að Íslend­ing­ar geti orðið  hernaðarlega mik­il­væg­ir banda­menn Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá geti þeir hugs­an­lega fengið tíma­bundna und­anþágu frá sjáv­ar­út­vegs­stefnu ESB.

Búlgarski Evr­ópuþingmaður­inn Bilyana Ilieva Raeva fer í grein­inni yfir þá þróun, sem orðið hef­ur á viðhorf­um Íslend­inga til Evr­ópu­banda­lags­ins á und­an­förn­um mánuðum.

Raeva tek­ur und­ir með Olli Rehn, stækk­un­ar­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, að Ísland gæti gengið í ESB árið 2011 ef landið sæk­ir um nú, þar sem Íslend­ing­ar hafi þegar upp­fyllt flest skil­yrði gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Sjáv­ar­út­vegs­mál kynnu að verða helsti ásteyt­ing­ar­steinn­inn en ekki sé úti­lokað að gera sátt­mála um að Ísland fái und­anþágu að hluta eða að fullu frá sam­eig­in­legri sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, að minnsta kosti yfir eitt­hvað tíma­bil. Þá verði einnig að taka til­lit til   ómet­an­legs fram­lags Íslands á sviði end­ur­nýj­an­legr­ar orku í Evr­ópu.

„Sem formaður nefnd­ar Evr­ópuþings­ins um tengsl­in við Ísland styð ég heils­hug­ar aðild Íslands að ESB. Þetta nor­ræna land er hernaðarleg­ur bandamaður okk­ar og aðild lands­ins að ESB gef­ur mögu­leika á að þróa það sam­band frek­ar. Aðild myndi einnig styðja við ís­lenska hag­kerfið, sem orðið hef­ur fyr­ir miklu áfalli, og landið myndi njóta góðs af ein­ingu Evr­ópu og efna­hags­leg­um mögu­leik­um," seg­ir  Raeva í grein­inni.

Grein Bilyana Ilieva Raeva

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert