Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að til greina komi að semja við útlendinga sem vilja innleysa skuldbréf sín í íslenskum krónum að þeir taki yfir erlendar eignir banka eða lífeyrissjóða. Málið sé þó á forræði Seðlabankans og frumkvæðið þurfi að koma þaðan.
Sumt er laust til útborgunar nú þegar og ekkert kemur í veg fyrir að þessi upphæð hverfi úr landi á einni nóttu og valdi gengishruni, nema gjaldeyrishöftin.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að það þurfi að freista þess að reyna að binda þetta fé í landinu eða koma því burt án þess að það valdi titringi á gengismarkaði. Engar beinar viðræður hafi farið fram við eigendur bréfanna en það hafi verið þreifingar, til að mynda um framlengingar lána eða yfirtöku á erlendum eignum íslensku bankanna. Málið sé á forræði Seðlabankans og frumkvæðið þurfi að koma þaðan. Hann segist þó ekki telja að neitt sé því til fyrirstöðu að hægt sé að reyna að semja um þessi mál núna. Sjá MBL sjónvarp.