Von á frumvarpi um kosningalög

Frá blaðamannafundi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í dag.
Frá blaðamannafundi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í dag. mbl.is/Ómar

Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið rætt um hvort samstaða geti náðst um breytingar á kosningalögum sem ganga m.a. út á að auka möguleika á persónukjöri.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannfundi í hádeginu að hugsanlega gætu flokkarnir haft mismunandi aðferðir. Einn flokkur gæti t.a.m. stillt upp ákveðnum lista á meðan annar legði það í val kjósenda að raða mönnum í efstu sæti. Slíkt fyrirkomulag væri m.a. við lýði í Danmörku og víðar. Steingrímur reiknar með því að frumvarp um slíkar breytingar á kosningalögum yrði lagt fyrir þingið á miðvikudag og þá kæmi í ljós hvort samstaða næðist um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka