Bíður yfirlýsinga frá Idol-dómara

mbl.is/Þorkell

Pálmi Guðmunds­son, sjón­varps­stjóri Stöðvar 2, vill ekki tjá sig um mál­efni Idol-dóm­ara sem í dag tengd­ist frétt­um af dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur yfir manni, sem sak­felld­ur var fyr­ir fíkni­efna­brot, lík­ams­árás­ir og fleiri af­brot.

Í dómn­um, sem birt­ur var fyrr í dag á dóm­stóla­vefn­um, er m.a. vitnað í sím­töl brota­manns­ins við nafn­greinda ein­stak­linga sem lög­regla hleraði og taldi hafa snú­ist um fíkni­efna­sölu. Meðal þeirra sem þar voru nafn­greind­ir var Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son, tón­list­armaður og dóm­ari í þætt­in­um Idol-stjörnu­leit á Stöð 2i. Í sím­töl­um þeirra tveggja er tala þeir um „ás“ og „tveir“ sem geri „tólf kall.“

Dóm­ur­inn var um tíma í dag fjar­lægður af vef dóms­ins og birt­ist á ný síðdeg­is, en þá höfðu nöfn þeirra, sem hinn dæmdi ræddi við, verið fjar­lægð. 

Í sam­tali við mbl.is sagðist Pálmi Guðmunds­son, sjón­varps­stjóri Stöðvar 2, ekki geta tjáð sig um málið fyrr en Björn Jör­und­ur hefði tjáð sig op­in­ber­lega um málið við fjöl­miðla. Var á hon­um að skilja að von væri á ein­hvers kon­ar viðbrögðum eða yf­ir­lýs­ingu frá Birni Jör­undi síðar í dag.

Ekki hef­ur náðst tal af Birni Jör­undi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka