Lögreglan á Selfossi stöðvaði bifreið í nótt sem reyndist vera full af þýfi. Þrír voru í bifreiðinni og voru allir handteknir, en þeir höfðu brotist ínn í sumarbústaði.
Þjófarnir höfðu m.a. komist yfir flatskjái og önnur verðmæti sem voru í húsunum.
Verið er að yfirheyra fólkið, sem hefur komið við sögu lögreglu áður. Gera má ráð fyrir að því verði sleppt að lokinni skýrslutöku.