Gelt og leikið á búsáhöld

00:00
00:00

Raf­magns­hræri­vél­ar, pott­ar, pönn­ur og ein­angr­un­ar­rör leika stórt hlut­verk í nýju tón­verki sem var flutt í Mennta­skól­an­um við Sund í há­deg­inu. Verkið var til­komu­mikið enda samið og flutt und­ir stjórn þrautreyndra tón­list­ar­manna. Pét­ur Jún­íus­son, einn nem­enda í fyrsta bekk skól­ans, sem hafði það hlut­verk að gelta í verk­inu und­ir stjórn Ragn­hild­ar Gísla­dótt­ur, sagðist ekk­ert botna í hvað hefði verið á ferðinni. 

Nem­end­ur Mennta­skól­ans við Sund hafi verið að safna fé þesssa dag­ana til styrkt­ar starfi Barna­heilla í Kambódíu, og hafa í því skyni meðal ann­ars þvegið bíla og fyr­ir­tæki.   Tón­verkið sem var samið og flutt í morg­un var í sama anda, hjálp­ræðis, sam­kennd­ar og friðar. 

Nem­end­um til halds og trausts voru lista­menn­irn­ir Guðni Franz­son, Áskell Más­son, Þuríður Jóns­dótt­ir, Áki Ákason og Ragn­hild­ur Gísla­dótt­ir en í anda Búsáhalda­bylt­ing­ar­inn­ar komu hljóðfær­in víða að. Sjá MBL sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Bjarni Guðmann Jóns­son: Gott
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert