Gengi krónunnar styrkist

Gengi krón­unn­ar held­ur áfram að sækja í sig veðrið og er gengi henn­ar nú hærra gagn­vart flest­um helstu gjald­miðlum en verið hef­ur frá banka­hrun­inu í októ­ber, að því er kem­ur fram í Morgun­korni Grein­ing­ar Glitns­is.

Geng­is­vísi­tala krón­unn­ar hef­ur ekki breyst í dag en í gær hækkaði gengi krón­unn­ar um 1,5%. Gengi evr­unn­ar er nú 143 krón­ur og hef­ur ekki verið lægra gagn­vart krónu síðan í sept­em­ber­lok í fyrra. Banda­ríkja­dal­ur kost­ar 114 krón­ur en hann fór lægst í 111 krón­ur fyr­ir rúmri viku.

Glitn­ir seg­ir, að óhætt sé að segja að áætl­un ís­lenskra yf­ir­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um að ná stöðug­leika í gengi krónu og styrkja hana, m.a. með tak­mörk­un­um á fjár­magns­flæði, inn­grip­um á gjald­eyr­is­markaði og háum inn­lend­um vöxt­um, hafi hrokkið í gír­inn eft­ir nokkuð brös­ug­lega byrj­un í des­em­ber. Krón­an styrkt­ist um 11% gagn­vart helstu viðskipta­mynt­um í janú­ar og það sem af er fe­brú­ar nem­ur styrk­ing­in 1,5 pró­sent­um. Árang­ur­inn gagn­vart evru sé enn betri, en miðað er við gengi krónu gagn­vart evru í aðgerðaráætl­un­inni. Verð evru í krón­um hafi þannig lækkað um rúm 17 pró­sent­ur í janú­ar og hafi til viðbót­ar lækkað um tæp­lega 2 pró­sent­ur í fe­brú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert