Gylfi lofar Bretum engu

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Golli

Breska Sky-fréttastofan greinir frá því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafi ekki viljað lofa því að bresk sveitarfélög, sem áttu fé í íslensku bönkunum, muni fá alla peningana til baka.

Fréttamaðurinn Jeff Randall hjá Sky-fréttastofunni ræddi við Gylfa í dag. Gylfi segir að sveitarfélögin, líkt og aðrir kröfuhafar, verði að bíða þar til búið sé að selja eigur bankanna sem hrundu.

„Þetta tekur því miður tíma og það eru margir lánardrottnar sem munu ekki fá endurgreitt að fullu,“ segir Gylfi.

Gylfi bendir á að eigur bankanna dugi einfaldlega ekki til að greiða öllum kröfuhöfum.

Alls áttu 123 bresk sveitarfélög sem samsvarar einum milljarði punda hjá íslenskum bönkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert