Hinn besti dagur

Ingibjörg Pálmadóttir ásamt starfsfólki Samhjálpar að undirbúa afmælisveisluna.
Ingibjörg Pálmadóttir ásamt starfsfólki Samhjálpar að undirbúa afmælisveisluna. Ómar Óskarsson

„Þetta var hinn besti dagur,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra sem í dag fagnaði sextugsafmæli sínu, með því að bjóða gestum Samhjálpar upp á hátíðarmat í tilefni dagsins. „Ef ég lifi lengi þá geri ég þetta aftur,“ segir Ingibjörg.

Segir hún starfsfólk Samhjálpar hafa steikt 26 lambalæri handa um 140 gestum og að nóg hafi verið til handa öllum. „Það var virkilega gaman að gefa þessu fólki eitthvað gott að borða á þessum tímamótum,“ segir Ingibjörg. „Ég gerði þetta  til þess að minna á það að Samhjálp er á hverjum einasta degi að hugsa um þetta fólk og stundum hefur Samhjálp ekkert alltof mikla peninga til að gera það, en gerir það samt.“

Í samtali við mbl.is segir Ingibjörg að það hafi komið sér skemmtilega á óvart þegar hún fékk óvænta gjöf í veislunni frá Þórunni Björnsdóttur, kórstjóra í Kársnesskóla, sem mætti með hluta kórs síns sem tók lagið fyrir afmælisbarnið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka