Hópur unglinga réðist á einn

Atburðarás var hröð þegar hópur unglinga réðst á nema í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir um fjórum vikum. Svo hröð að þó að vinir fórnarlambsins kæmu til hjálpar náði árásarhópurinn að koma mörgum höggum á piltinn, á höfuðið og annars staðar á líkamann, og föstu sparki í síðuna, áður en hjálpinni varð við komið.

Þolandinn fékk heilahristing og marðist um allan líkamann auk þess sem hann fékk stórt glóðarauga. Hann var frá skóla í tvær vikur eftir árásina. Vilmundur Sigurðsson telur skólayfirvöld FSu hafa brugðist í þessu máli og telur ekki nóg að gert til að refsa þeim sem að árásinni stóðu. Sá sem fyrir árásinni varð er uppeldissonur Vilmundar. Hann segir skólameistara ekki vilja tjá sig neitt um málið við foreldrana og Sigurður Sigurjónsson, lögfræðingur skólans, sér um samskipti við foreldrana fyrir hönd skólans.

Sigurður segir skólann vera griðastað þar sem vinnufriður og almenn ró eigi að ríkja. Ef þær vinnureglur sem eru viðhafðar eru brotnar ákvarðar skólameistari viðurlög gagnvart viðkomandi.

Vilmundur segir að sonur hans hefði þurft að fá áfallahjálp eftir árásina. „Ég veit ekki hvort við áttum rétt á henni en strax hefði átt að skapa stráknum þær aðstæður að hann kæmist aftur í skólann.“

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert