Ísland á topp tíu lista American Express

Tónlistin vekur áhuga á Íslandi.
Tónlistin vekur áhuga á Íslandi. Morgunblaðið /Árni Matthíasson

Ísland er á meðal tíu áhugaverðustu áfangastaða í heimi að mati American Express greiðslukortafyrirtækisins. Það leggur mikla áherslu á þjónustu við ferðamenn og rekur viðamikla ferðaþjónustu. Það var íslenska tónlistin sem gerði útslagið við valið á Íslandi sem áfangastað.

Könnun sem gerð var meðal American Express greiðslukortahafa sýndi að 87% þeirra völdu áfangastaði í fríum með tilliti til áhugamála sinna, að því er fram kemur á fréttavefnum pr.com. Þau tíu atriði sem flestir nefndu í könnuninni voru áhugi á matargerð, fjölskylduviðburðir, tónlist, líkamsrækt og fimi, nám og kennsla, sagnfræði, listir, léttvín og kampavín, tíska og verslunarferðir, íþróttaviðburðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert