Dómur yfir manni, sem sakfelldur var fyrir líkamsárásir og fíkniefnabrot, var fjarlægður um tíma af vef Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Í dómnum var m.a. vitnað í símtöl brotamannsins við nafngreinda einstaklinga, sem lögregla hleraði og taldi hafa snúist um fíkniefnasölu.
Dómurinn birtist á ný á heimasíðu dómsins nú síðdegis en þá höfðu nöfn þeirra, sem hinn dæmdi ræddi við, verið fjarlægð.
Ekki hafa fengist skýringar á málinu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en í dag var sagt að dómurinn hefði horfið af síðunni vegna tæknilegra ástæðna.