Telur ekki tilefni til frekari afskipta

Bessastaðir, embættisbústaður forseta Íslands.
Bessastaðir, embættisbústaður forseta Íslands. mbl.is/Ómar

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks í ut­an­rík­is­mála­nefnd fóru fram á það á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag, að Árni Þór Sig­urðsson, formaður nefnd­ar­inn­ar, óski eft­ir upp­lýs­ing­um frá for­seta­embætt­inu og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í til­efni af grein Eiðs Guðna­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra í Morg­un­blaðinu á mánu­dag.

Ragn­heiður Árna­dótt­ir, sem sit­ur í nefnd­inni, seg­ir að  þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hefðu talið eðli­legt að óska eft­ir skýr­ing­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og skrif­stofu for­seta í ljósi skrifa Eiðs, sem sagði að Ólaf­ur Ragn­ar hefði farið á svig við sann­leik­ann þegar hann bar til baka frá­sögn norska sendi­herr­ans af fundi for­set­ans með er­lend­um sendi­herr­um í Reykja­vík. Sagðist Eiður hafa lesið frá­sögn ann­ars sendi­herra af fund­in­um, sem staðfesti norsku frá­sögn­ina.

Á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un var fjallað um um­mæli Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, sem birt­ust í þýskri út­gáfu viðskipta­blaðsins Fin­ancial Times. Þar var haft eft­ir Ólafi Ragn­ari, að Íslend­ing­ar myndu ekki greiða skuld­ir vegna Edge inn­láns­reikn­inga Kaupþings í Þýskalandi.

Árni Þór Sig­urðsson sagði í sam­tali við mbl.is að ut­an­rík­is­mála­nefnd muni ekki aðhaf­ast frek­ar í máli for­set­ans og tel­ur ekki til­efni til þess.

Ragn­heiður sagðist telja mjög óheppi­legt hvernig um­mæli for­set­ans hefðu verið túlkuð, hvert svo sem sam­tal hans og blaðamanns þýska blaðsins hefði verið. 

Árni Þór sagði að á fund­in­um hafi verið lagt fram minn­is­blað frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu þar sem farið var yfir viðbrögð ráðuneyt­is­ins vegna viðtals­ins og hvað gert hefði verið til að leiðrétta þau. Einnig var lagt fram bréf frá for­seta­skrif­stof­unni þar sem lýst var aðkomu henn­ar að mál­inu og að hún teldi að orð for­set­ans hefðu verið rangtúlkuð. Send var yf­ir­lýs­ing frá for­seta­embætt­inu sem birt var í þýsk­um fjöl­miðlum. 

„Það kom ekk­ert annað fram en að það sé rétt að orð hans hafi verið rangtúlkuð,“ sagði Árni Þór. Hann sagði að ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi upp­lýst að eft­ir að það brást við hafi eng­in eft­ir­mál orðið í Þýskalandi eða frek­ari um­fjöll­un um málið.

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sig­urðsson.
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert