Rætt um ummæli forsetans á fundi utanríkismálanefndar

Utanríkismálanefnd Alþingis situr nú á fundi og ræðir m.a. um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem birtust í þýskri útgáfu viðskiptablaðsins Financial Times, en þar var haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir vegna Edge innlánsreikninga Kaupþings í Þýskalandi.

Ólafur Ragnar sagði við íslenska fjölmiðla að ummælin hefðu verið slitin úr samhengi.

Utanríkisráðuneytið sendi utanríkismálanefnd minnisblað um málið en forsetaembættið sendi nefndinni bréf vegna málsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert