Utanríkismálanefnd Alþingis situr nú á fundi og ræðir m.a. um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem birtust í þýskri útgáfu viðskiptablaðsins Financial Times, en þar var haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir vegna Edge innlánsreikninga Kaupþings í Þýskalandi.
Ólafur Ragnar sagði við íslenska fjölmiðla að ummælin hefðu verið slitin úr samhengi.
Utanríkisráðuneytið sendi utanríkismálanefnd minnisblað um málið en forsetaembættið sendi nefndinni bréf vegna málsins.