Segja hvalveiðar tilheyra fortíðinni

mbl.is/ÞÖK

Grænfriðungar lýsa yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar áfram. Þeir segja að hvalveiðar tilheyri fortíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra tók hins vegar af öll tvímæli í dag um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fyrrverandi ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár.

Fram kemur í tilkynningu Grænfriðunga að þrátt fyrir þetta sé um einu ári of mikið að ræða. Þeir segja að hvalveiðar tilheyri fortíðinni.

 „Það er enginn markaður fyrir hvalkjöt á Íslandi, í Japan eða annarsstaðar í heiminum. Í stað þess að horfa til hvalveiða sem lausn á efnahagsvanda landsins, eiga íslensk stjórnvöld að búa til raunveruleg störf eftir leiðum sem leggja áherslu á fegurð íslenskrar náttúru, t.d. með ferðamennsku og hvalaskoðun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert