Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. mbl.is/Ómar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir, að ekki sé boðlegt að á meðan hriktir í grunnstoðum samfélagsins og fjölskyldum og fyrirtækjum blæðir, horfi þjóðin upp á karp og hráskinnaleik á Alþingi sem engu máli skipti og engu skili. 

„Slík lítilsvirðing við þjóðina er ekki líkleg til að auka tiltrú hennar á stjórnmálamönnum en trúverðugleiki þeirra skiptir einmitt sköpum í því endurreisnarstarfi sem framundan er," segir ASÍ.

Í ályktun, sem samþykkt var á miðstjórnarfundi ASÍ í dag, er þeirri eindregnu áskorun beint til Alþingis og ríkisstjórnar að grípa þegar til markvissra aðgerða til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum í landinu.

„Þjóðin er í vanda. Verkefnin er mörg og aðkallandi og úrlausn þeirra þolir enga bið."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert