Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að fela skipulagsstjóra að undirbúa hugmyndaleit meðal almennings um leiðir til að gæða gafla miðborgarinnar lífi.
Í greinargerð skipulagsráðs kemur fram að í slíkri samkeppni felist margskonar sóknarfæri og möguleikar fyrir skapandi fólk, listamenn, arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti hugmyndaleitin því orðið atvinnuskapandi.
Í hugmyndaleitinni gætu t.d. komið fram hugmyndir um gróður, myndlist eða nýja eða óvænta efnisnotkun í skreytingum á göflum húsa í miðborginni.