„Allsherjar endurmenntun nauðsynleg“

Frá samræðufundinum á Háskólatorgi HÍ í dag.
Frá samræðufundinum á Háskólatorgi HÍ í dag. mbl.is/Golli

„Það var mjög af­ger­andi skoðun fólks á fund­in­um að stærsta verk­efni Íslend­inga á næst­unni sé að hér þurfi alls­herj­ar end­ur­mennt­un þjóðar­inn­ar til þess að ná fram því virka lýðræði sem talað er um," sagði Sig­ur­borg Kr. Hann­es­dótt­ir hjá fyr­ir­tæk­inu Ildi, sem stóð í gær ásamt Há­skóla Íslands og fleir­um, að sam­ræðufundi um þróun lýðræðis á Íslandi í átt til virk­ari þátt­töku al­menn­ings og hags­munaaðila.

Sam­kom­an var á Há­skóla­torgi HÍ með fyr­ir­komu­lagi sem kallað er Heimskaffi (World Café); slík­ir fund­ir eru ólík­ir venju­leg­um fund­um að því leyti að sam­ræður fara fram í litl­um hóp­um og þykir aðferðin vel til þess fall­in að ná skýrri niður­stöðu með lýðræðis­leg­um hætti.

Rædd var spurn­ing­in: Ef Ísland vildi verða til fyr­ir­mynd­ar í því að auka þátt­töku al­menn­ings og hags­munaaðila í „nýju lýðræði", hvaða af­ger­andi skref gæt­um við stigið?" Og svarið var af­ger­andi, eins og
Sig­ur­borg benti á. „Jafn­vel að byrja þurfi frá grunni, í skóla­kerf­inu; á gagn­rýnni hugs­un, siðfræði og heim­speki – til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu.

Að fund­in­um stóðu Stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands og Stofn­un stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála við HÍ, ILDI þjón­usta og ráðgjöf, End­ur­mennt­un HÍ og Morg­un­blaðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka