Eiga að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Félags- og tryggingamálaráðherra, Ásta R. Jóhannesdóttir, hefur skipað Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur formann sjö manna vinnuhóps sem starfa mun hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. þessa mánaðar og falið er að meta sérstaklega áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.

Vinnuhópurinn mun meðal annars safna upplýsingum um áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna, meta áætlanir ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka um viðbrögð við efnahagsástandinu og áhrif þeirra á stöðu kynjanna sem og afla upplýsinga um þessi efni út frá reynslu annarra þjóða sem lent hafa í efnahagsþrengingum. Einnig mun hópurinn vera stjórnvöldum til ráðgjafar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við skipulagningu aðgerða og áætlana um viðbrögð við afleiðingum efnahagsástandsins.

Áætlað er að ráðherra verði afhent áfangaskýrsla vinnuhópsins um miðjan marsmánuð næstkomandi. Í vinnuhópinn eru skipuð:
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra, formaður, Kolbeinn Stefánsson, skipaður af félags- og tryggingamálaráðherra, Sigurður Guðmundsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, Helga Jóhannesdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti, Gunnar Alexander Ólafsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Tryggvi Hallgrímsson, tiln. af Jafnréttisstofu, og Hildur Jónsdóttir, tiln. af Jafnréttisráði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert