Gripið í tómt hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun hefur ekki getað sinnt hlutverki sínu í marga mánuði vegna fjárskorts. Eigið fé stofnunarinnar er lægra en lög um fjármálastofnanir kveða á um.  

Iðnaðarráðuneytið hefur reynt að fá stofnunina undanþegna lögunum en hefur nú komist að þeirri niðurstöðu í samráði við Fjármálaeftirlitið og Viðskiptaráðuneytið að sú leið sé ekki fær.

Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Byggðastofnun segir stofnunina í uppnámi og ófæra um að sinna hlutverki sínu og lána fyrirtækjum á landsbyggðinni.  Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert