Nýta rannsóknakvótann til hrognatöku

Lundey NS-14
Lundey NS-14 Mynd hbgrandi

„Við höf­um verið við Reykja­nesið síðustu tvo dag­ana en ekk­ert náð að kasta vegna veðurs. Það hef­ur verið rak­in ótíð en spá­in fyr­ir morg­undag­inn lof­ar góðu og við verðum að vona það besta. Það eru þrjár stór­ar loðnutorf­ur á þessu svæði en vænt­an­lega náum við ekki al­menni­legri mæl­ingu á þétt­leik­ann í þeim fyrr en loðnan kem­ur inn í Faxa­fló­ann og brotn­ar niður í smærri torf­ur,“ seg­ir Lár­us Gríms­son, skip­stjóri á Lundey NS, í sam­tali við vefsíðu HB Granda.

Áhöfn­in á Lundey NS lauk fyr­ir nokkru loðnu­leit­inni, sem skipu­lögð var í sam­vinnu við Haf­rann­sókna­stofn­un­ina, og nú er stefn­an sett á að veiða loðnu af þeim 15.000 tonna rann­sókna­kvóta sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra gaf út á dög­un­um. Í hlut HB Granda komu um 2.800 tonn og munu Faxi RE og Ing­unn AK einnig fara til loðnu­veiða um leið og veðrið geng­ur niður. Að sögn Lárus­ar Gríms­son­ar er stefnt að því að all­ur afl­inn fari til hrogna­töku hjá fiskiðju­veri HB Granda á Vopnafirði.

„Hrogna­fyll­ing­in ætti um eða upp úr helg­inni að vera nægi­leg fyr­ir Jap­ans­markaðinn. Það veidd­ist loðna með 22% hrogna­fyll­ingu fyr­ir þrem­ur dög­um og hún ætti að vera kom­in upp í 23-24% upp úr helg­inni,“ seg­ir Lár­us.

Hann seg­ir tíðarfarið upp á síðkastið vera einkar baga­legt. Það hafi leitt til þess að ekki hafi verið hægt að rann­saka þétt­leik­ann í loðnutorf­un­um og fá þar með ennþá betri vitn­eskju um það magn sem er á ferðinni.

„Ástandið við Reykja­nesið nú er eins og best ger­ist. Stór­ar loðnutorf­ur og ekki vant­ar hval­inn til að éta loðnuna. Það verður gam­an að sjá niður­stöður mæl­inga úr smærri torf­um á næstu dög­um. Haf­rann­sókna­stofn­un­in miðar við að það séu 10 loðnur í hverj­um rúm­metra af sjó og þannig var ástandið aust­ur við Ing­ólfs­höfða á dög­un­um. Okk­ar reynsla er hins veg­ar sú að þétt­leik­inn vaxi jafnt og þétt eft­ir því sem vest­ar dreg­ur og menn sjá það í hendi sér að það skipt­ir gríðarlegu máli fyr­ir niður­stöður mæl­inga hvort þétt­leik­inn er 10 loðnur í rúm­metr­an­um eða jafn­vel 30 til 40 eða þaðan af hærri. Það er mjög lofs­vert fram­tak af hálfu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar að ráðast í þetta verk­efni og ef menn ná tök­um á þess­um rann­sókn­um þá verður hægt að eyða hluta af þeirri miklu óvissu sem get­gát­ur um stærð loðnu­stofns­ins hverju sinni svo sann­ar­lega eru,“ seg­ir Lár­us Gríms­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert