Rækja unnin á ný á Siglufirði

Í morgun skrifuðu Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar Iðju og Margrét Jónsdóttir, svæðisfulltrúi félagsins á Siglufirði, undir samning við Ramma ehf. á Siglufirði í sambandi við laun og vinnutilhögun, en strax eftir páska ætlar fyrirtækið að hefja á ný rækjuvinnslu.

„Þarna er um að ræða 10 til 12 ný störf á staðnum og mikið ánægjuefni þegar svo að segja það eina sem maður heyrir um í fréttum eru uppsagnir og samdráttur,“ segir Björn á vef Einingar Iðju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert