Segir sig úr Framsóknarflokknum

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson. mbl.is/Ásdís

Þráinn Bertelsson hefur ákveðið segja sig úr Framsóknarflokknum og hefur þar af leiðandi dregið framboð sitt til baka, fyrir komandi þingkosningar. Hann segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráins:  

„Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann Framsóknarflokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík til að setja saman framboðslista í komandi kosningum. 

Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka. 

Úrsögn úr flokknum fylgir,“ segir á vef Þráins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert