Tillögur um framtíð St. Jósefsspítala í mars

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra ásamt Steingrími J. Sigfússyni, flokksformanni sínum.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra ásamt Steingrími J. Sigfússyni, flokksformanni sínum. Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur í dag sent út erindi og skipað nefnd sem á að fjalla um framtíðarfyrirkomulag St. Jósefsspítala og Sólvangs í Hafnarfirði. Þetta kom fram í munnlegri skýrslu hans um heilbrigðismál á Alþingi í dag.

Nefndin verður skipuð fulltrúum Hafnarfjarðarkaupstaðar, Hollvinasamtaka St. Jósepsspítala og sérfræðingum. Nefndin á að skila tillögum um þessi efni og mögulega samhæfingu starfseminnar við starfsemi Landspítalans eigi síðar en 12. mars næstkomandi.

Frétt heilbrigðisráðuneytisins um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert