Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir GVA

Val­gerður Bjarna­dótt­ir, varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur sagt sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands. Val­gerður hef­ur sent Guðbjarti Hann­es­syni, for­seta Alþing­is bréf þar að lút­andi. Þar kem­ur fram að henni sé um megn að sitja fundi með banka­stjórn sem sit­ur í óþökk, ekki bara fólks­ins í land­inu held­ur einnig þeirra sem eru ábyrg­ir fyr­ir stjórn lands­ins.

„Þann 4. nóv­em­ber sl. var ég kjör­in í bankaráð Seðlabanka Íslands. Boðað hef­ur verið til fund­ar í bankaráðinu þann 19. fe­brú­ar nk. Frá því að síðasti fund­ur var hald­inn í ráðinu hef­ur for­sæt­is­ráðherra farið þess á leit við banka­stjórn að hún láti af störf­um. Meiri­hluti banka­stjórn­ar­inn­ar hef­ur ekki orðið við þeim til­mæl­um. Það er mér um megn að sitja fundi með banka­stjórn sem sit­ur í óþökk ekki bara fólks­ins í land­inu held­ur einnig þeirra sem ábyrg­ir eru fyr­ir stjórn lands­ins. Með þessu bréfi segi ég af mér setu í bankaráði Seðlabanka Íslands," skrif­ar Val­gerður í bréfi til for­seta Alþing­is.

Val­gerður tók sæti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í bankaráði Seðlabank­ans í stað Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar Inga­dótt­ur, sem sagði sig úr ráðinu þann 9. októ­ber sl. Jón Sig­urðsson sagði af sér sem bankaráðsmaður í Seðlabank­an­um í janú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert