348% verðmunur á matvöru

Það borgar sig að skoða verðið vel því afsláttarmiðar boða …
Það borgar sig að skoða verðið vel því afsláttarmiðar boða ekkert endilega lægsta verðið Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mik­ill verðmun­ur var milli versl­ana þegar ASÍ kannaði verð í mat­vöru­versl­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu þriðju­dag­inn 17. fe­brú­ar. Bón­us var oft­ast með lægsta verðið í könn­un­inni, eða á 28 af þeim 40 vör­um sem skoðaðar voru. 10-11 var oft­ast með hæsta verðið eða í 16 til­vik­um. Mest­ur verðmun­ur í könn­un­inni var 348 % á pasta sem reynd­ist dýr­ast 578 kr/​kg í 10-11, en ódýr­ast 129 kr/​kg í Kaskó. Minnst­ur verðmun­ur var á for­verðmerkt­um vör­um eins og ost­um og áleggi. Þetta kem­ur fram á vef ASÍ.

Einn­ar krónu verðmun­ur á 13 vöru­teg­und­um á milli Bón­us og næst ódýr­ustu búðar­inn­ar

Ef litið er á lág­vöru­verðsversl­an­irn­ar ein­ar sér (Bón­us, Krón­una, Nettó og Kaskó), þá vek­ur at­hygli að aðeins er einn­ar krónu verðmun­ur á 13 vöru­teg­und­um milli Bón­us og þeirr­ar lág­vöru­verðsversl­un­ar sem er næst ódýr­ust. Það ger­ist í 11 til­fell­um hjá Krón­unni, 8 hjá Kaskó og einu sinni hjá Nettó. Mest­ur verðmun­ur á milli lág­vöru­verðsversl­ana var á pasta, brauðmeti, kexi, morgun­korni, kjöti og áleggi. Sem dæmi má nefna að pasta var dýr­ast í Krón­unni 398 kr/​kg en ódýr­ast í Kaskó 129 kr/​kg. Verðmun­ur­inn er 209%.

Fjarðar­kaup ódýr­asta þjón­ustu­versl­un­in

Ef litið er á þjón­ustu­versl­anin­ar ein­ar sér (Fjarðar­kaup, Hag­kaup, Nóa­tún og Sam­kaup–Úrval), þá er Fjarðar­kaup oft­ast með lægsta verðið, eða á 26 vör­um af 40. Lít­ill verðmun­ur er á ost­um, viðbiti og mjólk­ur­vör­um, en mest­ur verðmun­ur á ávöxt­um, græn­meti, dósamat og þurr­vör­um. Þegar á heild­ina er litið er mun breiðara verðbil á milli hæsta og lægsta verðs hjá þjón­ustu­versl­un­un­um en lág­vöru­verðsversl­un­un­um. Brokkáls mix var ódýr­ast í Nóa­túni 235 kr/​kg, en dýr­ast í Hag­kaup­um 602 kr/​kg. Mis­mun­ur­inn er 156%.

Ef litið er á klukku­versl­an­irn­ar ein­ar sér (11-11, 10-11 og Sam­kaup-Strax) þá er Sam­kaup-Strax ódýr­ast í 25 til­vik­um af 40 og 10-11 í 20 til­vik­um. Mest­ur verðmun­ur í klukku­búðunum var á ávöxt­um, dósamat og þurr­vöru. Hæsta verð er á rauðum epl­um 499 kr/​kg hjá 10-11 en lægsta 224 kr/​kg hjá Sam­kaup-Strax. Mis­mun­ur­inn er 123%.

Ekki alltaf ódýr­ast að kaupa vöru með 40% af­slætti

„Það er nauðsyn­legt fyr­ir al­menn­ing að fylgj­ast vel með verðlagi á þess­um um­brota­tím­um. Eins og fram kem­ur í verðkönn­un­inni er mik­ill verðmun­ur á milli versl­ana á brauðmeti og kexi, kjötvör­um, dósamat og þurr­vöru, ávöxt­um og græn­meti. Því þurfa neyt­end­ur að hafa vak­andi auga með mat­vöru­verði sem er sí­breyti­legt.

Oft er erfitt að átta sig á verðmis­mun vegna þess að sömu vör­ur eru seld­ar í mis­mun­andi stærðum eft­ir versl­un­ar­keðjum og stærri pakkn­ing­ar eru ekki endi­lega ódýr­ari. Einnig get­ur reynst erfitt fyr­ir neyt­end­ur að átta sig á raun­veru­legu verði, þar sem mikið er af for­merkt­um vör­um sem seld­ar eru með álímd­um af­slátt­ar­miða og ekki gefið upp end­an­legt verð til kaup­and­ans.

Ekki er endi­lega hag­kvæm­ara að kaupa vöru með 40% af­slætti. Hún gæti verið ódýr­ari í öðrum pakkn­ing­um með eng­um eða minni af­slætti. Það get­ur skilað sparnaði að eyða tíma í verðsam­an­b­urð í versl­un­inni áður en ákvörðun er tek­in um kaup á vör­unni," að því er seg­ir á vef ASÍ.

Í könn­un­inni var skráð hillu­verð vöru eða það verð sem neyt­and­inn hef­ur upp­lýs­ing­ar um inni í versl­un­inni. Þegar skýrt er gefið til kynna að veitt­ur sé af­slátt­ur af merktu verði við kassa er tekið til­lit til þess. Skráð var kílóverð á vör­um vegna þess að mjög mis­mun­andi er hvaða pakka­stærðir eru seld­ar í versl­un­um. Þetta er gert til þess að auðvelda verðsam­an­b­urð.

Könn­un­in var gerð í eft­ir­töld­um versl­un­um: Bón­us Spöng­inni, Krón­unni Fiskislóð, Nettó Mjódd, Kaskó Vest­ur­bergi, Hag­kaup Holta­görðum, Fjarðar­kaup­um Hóls­hrauni, Nóa­túni Þjóðhild­ar­stíg 2 - 4, Sam­kaup–Úrval Miðvangi, Sam­kaup-Strax Suður­veri, 11-11 Laug­ar­vegi 116 og 10-11 Glæsi­bæ.

Hér er aðeins um bein­an verðsam­an­b­urð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjón­ustu söluaðila, sam­kvæmt því sem kem­ur fram á vef ASÍ.

Könn­un­in í heild 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert