Alls voru 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta árið 2008 samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Þetta er 18% meira en árið 2007, þegar 633 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota.
Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 166 í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, 150 fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð voru tekin til gjaldþrotaskipta og 71 fyrirtæki í Framleiðslu.
Í frétt Hagstofunnar segir að Hagstofa Íslands muni framvegis birta tölur yfir gjaldþrot fyrirtækja mánaðarlega.