Álver í Helguvík í óvissu

Nýjar framkvæmdir Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls verða stöðvaðar að mestu og bygging álvers í Helguvík er í athugun. Félagið tapaði næstu níuhundruð milljónum dala í fyrra eða 102 milljörðum.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var ekki á ríkisstjórnarfundi í morgun en vonir hafa verið bundnar við að stóriðjuframkvæmdir í Helguvík geti skapað fimm til sexhundruð störf meðan kreppan er sem dýpst hérlendis.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það geti ekki verið að Íslendingar séu bundir af samningi við Norðurál varðandi orku, ef framkvæmdir frestast um einhver ár. Þeir geti varla haldið landinu fráteknu árum saman ef aðrir kaupendur komi inn í myndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert