Banaslysum í umferðinni verði útrýmt

Á fyrsta fundi nýs umferðarráðs í dag var samþykkt ályktun þar sem hvatt er eindregið til þess að landsmenn allir og stjórnvöld stuðli að því að hægt verði að útrýma banaslysum í umferðinni. 

„Nú þegar hafa þrír einstaklingar látist það sem af er þessu ári í umferðarslysum. Það er óásættanlegt. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferð hafi verið með lægsta móti á síðasta ári er full ástæða til að halda vöku sinni og slá hvergi af í baráttunni gegn umferðarslysum. Markmið okkar er að enginn látist í umferðarslysum og alvarlegum slysum í umferð fækki til muna," segir m.a. í ályktun ráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka