Banaslysum í umferðinni verði útrýmt

Á fyrsta fundi nýs um­ferðarráðs í dag var samþykkt álykt­un þar sem hvatt er ein­dregið til þess að lands­menn all­ir og stjórn­völd stuðli að því að hægt verði að út­rýma bana­slys­um í um­ferðinni. 

„Nú þegar hafa þrír ein­stak­ling­ar lát­ist það sem af er þessu ári í um­ferðarslys­um. Það er óá­sætt­an­legt. Þrátt fyr­ir að fjöldi lát­inna í um­ferð hafi verið með lægsta móti á síðasta ári er full ástæða til að halda vöku sinni og slá hvergi af í bar­átt­unni gegn um­ferðarslys­um. Mark­mið okk­ar er að eng­inn lát­ist í um­ferðarslys­um og al­var­leg­um slys­um í um­ferð fækki til muna," seg­ir m.a. í álykt­un ráðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert