Danir styðja sjálfbærar hvalveiðar

Danir eru ekki andvígir sjálfbærum hvalveiðum.
Danir eru ekki andvígir sjálfbærum hvalveiðum. Morgunblaðið/Ómar

Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, sagði á fundi í Þórshöfn í Færeyjum í gær, að Danir styddu sjálfbærar hvalveiðar, sama hvað Evrópusambandið segði.

Færeyska útvarpið hefur eftir Stig Møller, að hann telji að leyfa eigi sjálfbærar hvalveiðar, svo framarlega sem þær byggist á vísindalegum grundelli, því þannig sé komið í veg fyrir stjórnlausar veiðar.

Ráðherrann segir, að mikilvægt sé að koma í veg fyrir að Alþjóðahvalveiðiráðið leysist upp en harðar deilur séu á hverjum ársfundi ráðsins þar sem lönd ýmis hóti að segja sig úr ráðinu eða hætti við það.

Danir stunda sjálfir ekki hvalveiðar en eru fulltrúar Færeyja og Grænlendinga í hvalveiðiráðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka